
Í dag mættum við Hvít Rússum í þriðju umferð mótsins. Þeir eru um miðbik mótsins og því var mikilvægt að ná hagstæðum úrslitum á móti þeim. Í þetta skipti leið ekki á löngu áður en Nökkvi á fyrsta borði var komin með peð yfir í endatafli og fljótlega náði Alexander manni á þriðja borði, en á hinum borðunum var jafnræði með keppendum.
Stuttu seinna kláraði Nökkvi sína skák og Alexander halaði inn vinning til viðbótar. Þó við hefðum vonast til að ná fleiri punktum þegar þarna var komið leið ekki á löngu áður en þær töpuðust báðar og jafntefli 2-2 var staðreynd.
Eftir umferðina var gengið niður í miðbæ Varna og kjúklingarnir á Kentucky smakkaðir og voru þeir ansi ljúffengir.
Mikill hiti var í dag, yfir 30 gráður en síðdegis kom skúr í Varna en síðar fréttum við að á Hótelinu hafi komið haglél, snjókúlur á stærð við sæmilega körfubolta að sögn áreiðanlegra vitna.
Í Varna rákumst við á flaggskip bifreiðaflota Varna lögreglunnar og fylgir hér mynd af honum í hvíldarstöðu.
No comments:
Post a Comment