Friday, June 22, 2007

Jafntefli við Rússa.


Í dag var önnur umferð og mættu strákarnir sveit frá Rússlandi, þ.e.a.s. sveit frá St. Petersborg. Fljótlega tapaðist á fjórða borði en aðrar skákir voru lengi vel jafnteflislegar. Eftir að Bjartur náði jafntefli á öðru borði var ljóst að fyrsti punktur okkar var í höfn. Alexander og Nökkvi lentu í mikilli rimmu langt fram eftir degi og lengi vel var Alexander með peði undir en Nökkvi með peði yfir. Skjótt skipast veður í loft því Alexander náði nú manni og var með vænlega stöðu. Nökkvi var komin í flókið endatafl og allt gat gerst. Eftir nokkra hríð samdi Nökkvi jafntefli enda staðan harðlæst. Skömmu síðar innbyrti Alexander fyrsta vinninginn og jafntefli við Rússa 2-2 staðreynd.

Veðrið er alltaf jafngott, sól og blíða, foreldrarnir sumir hverjir byrjaðir að brenna, en ekkert alvarlegt ennþá.

Á morgun mætum við Hvít Rússum í þriðju umferð.

No comments: