Saturday, June 23, 2007

Pólverjar í dag


Í dag mætum við annarri pólskri sveit. Sú sveit er ekki eins sterk og sveitin sem við töpuðum fyrir í 1. umferð. Vonandi nást hagstæð úrslit og að við getum farið í þrjár síðustu umferðirna fullir sjálfstraust og kannski þokað okkur aðeins upp töfluna.

Svo virðist að hin ofursterka pólska sveit sem við töpuðum fyrir í 1. umferð sé sú langsterkasta í okkar flokki og hafa þeir ekki tapað skák. Þetta er sveit sem er með mann á 1. borði upp á 2118 elostig og þar fyrir neðan eru strákar með 18-1900 stig, sveit sem myndi sóma sér vel í 2-3. deild í Íslandsmóti skákfélaga.
Strákarnir biðja að heilsa öllum heima og endilega commentið eitthvað til þeirra á síðunni.