Friday, June 15, 2007

Um mótið



Evrópumót grunnskólasveita fer fram í 2. skiptið dagana 21-28 júní.

Teflt verður í Varna við Svartahafsströnd Búlgaríu.

Lið Barnaskóla Vestmannaeyja tefldi í flokki 12 ára og yngri í fyrra og hafnaði í 5. sæti.

Lið Grunnskóla Vestmannaeyja teflir nú í flokki 14. ára og yngri, og er þannig skipað (í stafrófsröð)

Alexander Gautason 13 ára

Bjartur Týr Ólafsson 13 ára
Kristófer Gautason 10 ára
Nökkvi Sverrisson 12 ára
Ólafur Freyr Ólafsson 11 ára

Þrír af liðsmönnum sveitarinnar tóku þátt í mótinu í fyrra, þeir Alexander, Nökkvi og Kristófer.

Önnur sveit frá Íslandi teflir einnig í mótinu. Laugarlækjaskóli teflir í flokki 16 ára og yngri.

No comments: