Friday, June 22, 2007

Mikill hiti í Varna.


Þá er komið að segja smávegis frá hvað við höfum verið að gera milli þess sem er verið að tefla.

Við erum á svæði sem er rétt fyrir utan Varna og mjög nálægt ströndinni svo auðvelt er að taka sundsprett í sjónum ef hugur stendur til þess. Hótelið hefur komið á óvart og er ágætt.

Í gærkveldi gengum við yfir á Golden Sands, sem er í svoan hálftíma göngufæri héðan. Þar eru miklu fleiri ferðamenn en okkar megin sem er svona meira innfæddra staður ef svo má segja, enda er verðlagið töluvert hærra á Gullna sandinum. Þar fóru strákarnir í Mini Golf og skemmtu sér konunglega.

Ætlunin var að fara á markaðinn í Varna í dag, en eftir veðurfregnir um 35 gráður þá var snarlega hætt við það og nú munu strákarnir slappa af fyrir umferðina á móti Hvít Rússum í dag.

Hitinn hér við hótelið er þegar komin yfir 30 stigin og engin í sólbaði við sundlaugina sem er breyting frá síðustu dögum. Ætli fólk kjósi ekki bara að sitja í skugganum í dag.

No comments: