Tuesday, June 26, 2007

Jafntefli gegn Kýpur Tyrkjum.


Umferðin í gær var æsispennandi. Okkar strákar komu ákveðnir til leiks því barist er um hvern punkt, því nokkur lið virðast nokkuð jöfn. Pólverjarnir eru næstum búnir að tryggja sér sigurinn því þeir unnu Rússana 4-0 og hafa unnið alla leiki með miklum mun.
Fljótlega sigraði Kristófer andstæðing sinn á fjórða borði, en staðan í hinum skákunum sveiflaðist nokkrum sinnum og spennan var mikil.
Eftir rúmlega tveggja tíma setu töpuðum við á öðru borði. Staðan hjá Nökkva og Alexander var í járnum og þeir reyndu sitt besta til að knýja fram sigur, en loks tóku þeir jafntefli, enda ekki unnt að ná meiru fram. Þriðja jafntefli okkar var því niðurstaðan. Í dag mætum við Búlgaríu og þá er bara að spýta í lófana.

No comments: