
Hér er alltaf sama blíðviðrið, sól og hiti rúmlega 30 stig.
Í dag hófst mótið og í fyrstu umferð fengum við mjög sterka Pólska sveit og er skemmst frá því að segja að fljótlega töpuðust skákirnar á fyrstu þremur borðunum. Kristófer, sem tefldi á fjórða borði sat lengi við og staðan virkaði jafnteflisleg, en undir kvöldmat þurfti hann að játa sig sigraðann og 0-4 tap var staðreynd. Næsta umferð er á morgun og þá mætum við sveit frá Rússlandi.
No comments:
Post a Comment