Wednesday, June 27, 2007

Sigur og tap í síðustu umferðunum.

Í næst síðustu umferð kepptum við á móti Búlgörum, sem vermdu neðsta sætið. Í stuttu máli unnu okkar strákar á öllum borðum, Nökkvi, Bjartur Týr, Alexander og Ólafur Freyr unnu sínar skákir örugglega og fjögur stig í pottinn. Þá voru allir meðlimir sveitarinnar komnir á blað og það var viss áfangi.
Í síðustu umferðinni mættum við Þjóðverjum sem voru í öðru sæti. Fljótlega töpuðust skákirnar hver af annari og tapaðist viðureignin 4-0 og lentum við í 7 sæti á mótinu.
Það verður ekki annað sagt en þessi úrslit sé hvorki vonbrigði né annað, því sveitin er skipuð strákum allt niður í 10 ára, en við kepptum í flokki undir 14 ára. Sá yngsti hefði getað keppt tveim flokkum neðar, svo dæmi sé tekið. Fyrst og fremst var þátttakan hugsuð sem reynsla og hana fengu drengina.
Niðurstaðan hjá einstökum mönnum var þessi :
Nökkvi ........... 3 vinningar,
Bjartur Týr ... 1,5 vinningur
Alexander ..... 4,5 vinningar
Kristófer ........ 1 vinningur og
Ólafur Freyr .. 1 vinningur.
Við viljum þakka þeim sem fylgst hafa með okkur á mótinu.
Bestu kveðjur frá Búlgaríu.

No comments: